Ertu að opna vefverslun? 5 hlutir til að huga að fyrir opnun

Ertu að opna vefverslun? 5 hlutir til að huga að fyrir opnun

Íslensk vefverslun er í stórsókn. Á tímum heimsfaraldurs hafa fyrirtæki séð tækifærin í því að færa viðskiptin sín í netið og ná þar til kúnna sem sitja heima fyrir í auknum mæli en áður. En hvað þarf að huga að þegar vefverslun er opnuð? Skapendur hafa tekið saman lista af mikilvægum þáttum til að innleiða til þess að vefverslun beri ávöxt. Það er eitt að vera með frábæra vöru en annað að sjá til þess að viðskiptavinir finni hana á netinu og klári kaupin.

 

1. Hvaða vörur ætlaru að selja?

Oftar en ekki vill fólk fara þann veg að selja vörur sem eru nú þegar í sölu í öðrum rótgrónum vefverslunum. Það getur verið erfiður leikur þar sem annar aðili er nú þegar að mæta þeirri þörf markaðsins. Við ráðleggjum því að leggja á sig þá rannsóknarvinnu að finna þörf á markaðnum sem er ekki mætt nú þegar. Þannig finnur þú vörurnar sem mætir henni og gerir þér auðveldara með að trekkja að viðskiptavini.

 

2. Er greiðslusíðan í lagi?

Ein algengasta ástæða þess að sölur fari ekki í gegn eru vandamál tengd greiðslum. Kúnninn sér eitthvað fráhrindandi á greiðslusíðunni og því er mikilvægt að sjá til þess að hún sé í topp standi. Algengar ástæður fyrir þessu eru að greiðslusíðan sé ekki á íslensku, að ekki hægt sé að klára kaup með korti eða að vandamál séu með póstsendingalausnir.

 

3. Er notendaupplifunin líka góð á símtækjum?

Sífellt fleiri kjósa að nota símtæki til þess að vafra um internetið. Allt að 70% heimsókna koma frá símumog  ýtir þessi þróun undir mikilvægi þess að notendaupplifunin sé góð á símtækjum. Það er í raun nauðsynlegt að huga vel að þessu þar sem fleiri notast við síma í dag en tölvu.

 

4. Hvar ætlar þú að ná til kúnnans?

Samfélagsmiðlar eru afbragðs auglýsinga miðlar fyrir nýjar vefverslanir. Sterk viðvera á þeim ýtir undir umferð og því gott að taka sér góðan tíma til að læra vel inn á þá. Facebook og Instagram eru þar í sérflokki en þar getur þú sett út í kosmósið herferðir með lítilli fyrirhöfn. Einnig ber að hafa í huga stóra daga fyrir vefverslanir eins og Singles Day, Black Friday og Cyber Monday. 1111.is er vettvangur vefverslanna fyrir þessa daga. Við mælum með því að taka þátt í þeim herferðum. Það ber af sér mikinn ávöxt.

 

5. Er vefurinn nógu hraður?

Þumalputtareglan er að það taki ekki lengur en 5 sekúndur fyrir síðuna þína að hlaðast. Ef svartíminn er lengri, áttu í hættu á að missa notandann af vefnum. Lykillinn hér er að hýsingin sé góð, myndskrár séu ekki of stórar, að vefurinn sé með uppfærðar viðbætur. Hér má sjá greinina okkar um mikilvægi vefhýsingar.

 

 

Ef þú tengir við eitthvað hér á þínum vef. Ekki hika við að hafa samband.

 

 

Mikilvægi vefhýsingar

Mikilvægi vefhýsingar

Góð vefhýsing er mikilvæg. Vefhýsing er vefþjónn þar sem allar skrár vefsins eru vistaðar, því mikið í húfi! Til eru margar gerðir af allskonar slíkum þjónustum en við höfum tekið saman það mikilvægasta sem skal huga við val á vefhýsingu.

 

Hraði

Viðskiptavinir ykkar gera kröfu til þess að vefurinn sé hraður og það gera leitarvélar líka. Til þess að vefurinn þjóni sínu hlutverki best er því mikilvægt að velja lausn sem skilar sér í fljótum svartíma.

 

Öryggi

Án þess að innleiða öruggar tengingar með reglulegum uppfærslum bjóðum við hættunni heim og aukum líkur á að óprúttnir aðilar brjóti sér leið inn á vefinn. Þetta getur haft afar skelfilegar afleiðingar fyrir fyrirtækið þar sem viðkvæmar upplýsingar gætu fallið í rangar hendur. Góð vefhýsing og umsjón með henni kemur í veg fyrir að slíkt gerist.

 

Við Skapendur bjóðum upp á ýmsar lausnir þegar kemur að vefhýsingu. Hafðu samband hér og við finnum lausn sem hentar vefnum þínum.

Bæklinga hönnun: 5 góð ráð

Bæklinga hönnun: 5 góð ráð

Við höfum tekið saman ráð fyrir góða bæklinga hönnun. Við vonum að þau komi þér að góðum notum þegar þú hefst handa við að hanna þinn eigin bækling. 

1. Fáðu allar upplýsingar frá viðskiptavininum

Þegar þú hefur hönnunarferlið verður þú að komast að því fyrir hvað hönnunin á að standa fyrir. Best er að byrja á því að spyrja viðskiptavininn um ástæðuna fyrir því að honum vanti bækling. Því meiri upplýsingar þú hefur um ástæðuna, því betur mun hönnunarferlið ganga. Það er ekkert sem heitir of mikið í þessum efnum. Þegar þú hefur fengið upplýsingarnar er gott að leggja allt niður á borðið og horfa á nákvæmlega hvað þú vilt að komi út úr vinnunni sem er framundan. Þessi bæklingur mun gefa lesandanum ákveðna mynd af fyrirtækinu. Því er mikilvægt að allar upplýsingar séu uppi á borðinu í hönnunarferlinu. 

 

2. Ekki missa þig í letrinu

Þumalputtareglan hér er að notast ekki við fleiri en þrjár leturgerðir. Ein fyrir fyrirsögn, ein fyrir undirfyrirsögn og ein fyrir lestexta. Ef þú ert að hanna fyrir fyrirtæki þá er líklegt að það hafi nú þegar ákveðið hvaða leturgerð skal nota. Sjáðu til þess að þú hafir þær upplýsingar til ráða. Ef þú þarft að velja sjálf/ur, ekki flækja málin. Það er óþarfi að finna upp hjólið. Finndu letur sem er auðvelt fyrir augað og passar vel við persónuleika fyrirtækisins. 

 

3. Hafðu lesandan á bakvið eyrað

Mikilvægt er að hugsa um notendur bæklingsins. Hver mun lesa hann og hvernig get ég séð til þess að þetta fólk lesi frá upphafi til enda. Prófaðu hönnunina. Fáðu fólk til að lesa yfir og gefa þér endurgjöf. Hafðu þetta á bakvið eyrað í gegnum ferlið og það mun hafa jákvæð áhrif á niðurstöðuna.

 

4. Fagnaðu einfaldleikanum

Það vill gerast í skapandi ferli að hönnuðurinn festist. Oft getur verið erfitt að finna leiðina út úr slíku ástandi. Reyndu að hugsa: hvernig get ég gert hlutina einfaldari. Sem dæmi. Kemur það betur út að nota einungis letur á forsíðunni í staðinn fyrir mynd? Mögulega. Hvað er textinn um? Get ég notað liti til þess að styðja við hann og auka hughrifinn fyrir lesandan? Já, mögulega. Prófaðu þig áfram með einfaldleikan að vopni.

 

5. Settu nafnið þitt á sköpunarverkið

Þú átt skilið viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Sjáðu til þess að nafnið þitt standi á bæklingnum. Við erum jú, hönnuðir og því fleiri augu sem sjá bæklinginn okkar því líklegra er að við fáum fleiri verkefni.

5 ráð fyrir stafrænan rekstur

5 ráð fyrir stafrænan rekstur

Það hefur aldrei verið auðveldara að stofna fyrirtæki en í dag með hjálp internetsins. Á hverjum degi fæðast nýjar stafrænar hugmyndir sem verða að veruleika. Við tókum saman lista yfir verkfæri sem geta hjálpa þér að ná fram markmiðum þínum.

1. Adobe forritin

Adobe býður upp á mikið úrval af forritum sem gott er að hafa í verkfærakassanum. Færni á Photoshop, Lightroom, Illustrator, Indesign, Premiere Pro og After Effects kemur sér vel þegar kemur að efnissköpun. Það að geta búið til efni sjálf/ur er góð sparnaðarleið fyrir litla fyrirtækið þitt og gefur efninu þínu meira gildi, þar sem efnið kemur beint frá þér. Skoðaðu úrvalið og taktu saman forritin sem geta hjálpað þér að ná þínum markmiðum.

Netkennsla.is býður upp á kennsluefni á íslensku í þessum og fleirum forritum. Þú getur hafist handa strax í dag!

 

2. Geymum gögnin í skýjunum

Það er mikilvægt að hafa nauðsynleg gögn eins aðgengileg og kostur er á. Til þess eru skýjarþjónustur eins og Google Drive góð lausn. Þessi möguleiki gefur þér aðgang að gögnum fyrirtækisins þegar þér henntar, í símanum, tölvunni eða spjaldtölvunni. Einnig getur þú deilt efni beint frá skýinu með öðrum. Auðvelt og þægilegt! Frír aðgangur gefur þér pláss fyrir 15 GB af gögnum. Eina sem þú þarft er virkur Google reikningur.

 

3. Skipulagið í lagi

Oft erum við í 9 – 5 vinnu samhliða því að setja á fót nýja fyrirtækið okkar. Því er mikilvægt að nota þann tíma sem við höfum eins vel og unnt er.

Búðu til plan fyrir vikuna framundan. Spurðu þig: Hverju þarf ég þarf að koma í verk? Hvernig og hvenær ætla ég að gera það? Taktu fram dagbókina eða notaðu skipulagsforrit á netinu eins og Asana og settu upp planið. Þetta mun hjálpa þér að vaxa og ná fram þínum markmiðum. Ekki gleyma að gefa þér tíma til þess að slaka á hverjum degi. Það er svo auðvelt að gleyma sjálfum sér í mikilli vinnu.

 

4. Nýjustu straumar beint í æð

Tækniþróun vex á ógnarhraða og því mikilvægt að vera með puttann á púlsinum þegar eitthvað nýtt og spennandi kemur upp á yfirborðið. Breytingar á því sviði geta haft áhrif á hvernig við högum rekstrinum, því viljum við vera í stöðu þar sem við getum notfært okkur þessar breytingar til hagsbóta. Það gæti verið ný tækni handan við hornið sem auðveldar þér lífið til muna.

Hlutir eins og breytingar á samfélagsmiðlum, snjalltækjum eða forritum geta haft áhrif. Því er alltaf gott að huga að því hvað breytingarnar geta gert til að auðvelda þér lífið.

 

5. Hver er þinn „samskiptavinkill“?

Það rekur enginn fyrirtæki án þess að eiga í samskiptum við annað fólk. Í dag eru samfélagsmiðlar vinsælasta leiðin til að kynna vörur og þjónustu og því gott að hugsa, með hvaða hætti er hægt auka jákvæð samskipti á milli þín og markhópsins? Ein lausn er að skrifa niður svokallaða „samskiptavinkla“. Það eru lykilorð sem lita eðli efnisins sem þú deilir. Sem dæmi: aðili rekur vefverslun sem selur endurskinsfatnað fyrir börn. Markhópurinn eru foreldrarnir sem kaupa fötin fyrir börnin sín. Þau vilja að börnin séu óhætt frá umferðinni í næturmyrkrinu. Hér er því vel við hæfi að merkja „velferð barna í „umferðinni“ sem þinn „samskiptavinkil“.

Mynd:  Lauren Mancke á Unsplash

 

Hugsar þú um stafræna heilsu?

Hugsar þú um stafræna heilsu?

Á síðustu misserum höfum við öll tekið eftir að nýjir straumar á sviði heilsu og matarræðis eru sífellt að verða vinsælli. Í flóruna hefur bæst við straumur kallar eftir meiri vitundarvakningu í kringum hvernig við notum snjalltækin okkar. Árið 2013 kynnti sálfræðingurinn Jocelyn Brewer hugsjónina um stafræna heilsu (e. digital nutrition) sem snýst um að skilja áhrif notkunar snjalltækja á heilsuna. Við tókum saman ráð sem að hjálpa þér að umgangast snjalltækin þín á ábyrgan hátt.

Reyndu að fyrirbyggja of mikinn skjátíma

Opnaðu stílabók og skrifaðu niður upplýsingar um skjánotkunina næstu þrjá daga. Svaraðu spurningum eins og, hversu mikinn tíma eyði ég fyrir framan skjáinn? Hvað eyði tímanum í? Þetta hjálpar þér að átta þig á þinni eigin skjánotkun og að taka ákvörðun um hvernig þú getur eytt tímanum betur í framtíðinni.

 

Taktu eftir því hvernig þér líður eftir stafræna viðveru

Hvernig líður þér eftir hafa eytt tíma í símanum? Ertu ferskari en áður? Upplýst/ur eftir að hafa fengið allar nýjustu fréttir beint í æð? Full/ur af innblæstri eftir að hafa séð allar þessar myndir af vinum og vandamönnum? Eða finnur þú fyrir kvíðatilfinningu gagnvart þessu fólki? Ertu mögulega að bera þig og þína persónu saman við það? Að rannsaka líðan sinn eftir notkun snjalltækja gefur þér góða mynd um hvar þú stendur og tilgang til að velja þá miðla sem fá þig til að líða vel yfir daginn.

 

Planaðu daginn þinn

Útfrá þessum nýju upplýsingum um sjálfan þig er hægt að búa til plan. Núna veistu hvaða vefsíður eða miðlar koma þér niður í svartholið. Að sjálfsögðu þarf ekki að hætta alfarið á þeim miðlum. Búðu til plan um hversu miklum tíma þú ætlar að eyða þar á hverjum degi. Þetta kemur í veg fyrir að þú festist þar að þér líði illa þegar þú loksins lítur upp úr skjánum.

Þú stjórnar ferðinni

Tæknibyltingin hefur komið af miklum krafti inn í líf okkar allra. Hraðinn virðist bara ætla að aukast. Því er mikilvægt að við sjálf, stjórnum tækjunum. Ekki öfugt. Ekki skjóta þig niður þrátt fyrir að þú teygir þig ósjálfrátt í símann og nappir þig í því að renna með tóman huga niður fréttaveituna. Við lendum öll í því annað slagið.

Við vonum að þið getið tekið þessi ráð til ykkar og hafist handa við að bæta stafræna heilsu.

LÁTTU 

EKKI

SÍMANN 

STJÓRNA 

FERÐINNI