Mikilvægi vefhýsingar

Mikilvægi vefhýsingar

Góð vefhýsing er mikilvæg. Vefhýsing er vefþjónn þar sem allar skrár vefsins eru vistaðar, því mikið í húfi! Til eru margar gerðir af allskonar slíkum þjónustum en við höfum tekið saman það mikilvægasta sem skal huga við val á vefhýsingu.

 

Hraði

Viðskiptavinir ykkar gera kröfu til þess að vefurinn sé hraður og það gera leitarvélar líka. Til þess að vefurinn þjóni sínu hlutverki best er því mikilvægt að velja lausn sem skilar sér í fljótum svartíma.

 

Öryggi

Án þess að innleiða öruggar tengingar með reglulegum uppfærslum bjóðum við hættunni heim og aukum líkur á að óprúttnir aðilar brjóti sér leið inn á vefinn. Þetta getur haft afar skelfilegar afleiðingar fyrir fyrirtækið þar sem viðkvæmar upplýsingar gætu fallið í rangar hendur. Góð vefhýsing og umsjón með henni kemur í veg fyrir að slíkt gerist.

 

Við Skapendur bjóðum upp á ýmsar lausnir þegar kemur að vefhýsingu. Hafðu samband hér og við finnum lausn sem hentar vefnum þínum.

5 ráð fyrir stafrænan rekstur

5 ráð fyrir stafrænan rekstur

Það hefur aldrei verið auðveldara að stofna fyrirtæki en í dag með hjálp internetsins. Á hverjum degi fæðast nýjar stafrænar hugmyndir sem verða að veruleika. Við tókum saman lista yfir verkfæri sem geta hjálpa þér að ná fram markmiðum þínum.

1. Adobe forritin

Adobe býður upp á mikið úrval af forritum sem gott er að hafa í verkfærakassanum. Færni á Photoshop, Lightroom, Illustrator, Indesign, Premiere Pro og After Effects kemur sér vel þegar kemur að efnissköpun. Það að geta búið til efni sjálf/ur er góð sparnaðarleið fyrir litla fyrirtækið þitt og gefur efninu þínu meira gildi, þar sem efnið kemur beint frá þér. Skoðaðu úrvalið og taktu saman forritin sem geta hjálpað þér að ná þínum markmiðum.

Netkennsla.is býður upp á kennsluefni á íslensku í þessum og fleirum forritum. Þú getur hafist handa strax í dag!

 

2. Geymum gögnin í skýjunum

Það er mikilvægt að hafa nauðsynleg gögn eins aðgengileg og kostur er á. Til þess eru skýjarþjónustur eins og Google Drive góð lausn. Þessi möguleiki gefur þér aðgang að gögnum fyrirtækisins þegar þér henntar, í símanum, tölvunni eða spjaldtölvunni. Einnig getur þú deilt efni beint frá skýinu með öðrum. Auðvelt og þægilegt! Frír aðgangur gefur þér pláss fyrir 15 GB af gögnum. Eina sem þú þarft er virkur Google reikningur.

 

3. Skipulagið í lagi

Oft erum við í 9 – 5 vinnu samhliða því að setja á fót nýja fyrirtækið okkar. Því er mikilvægt að nota þann tíma sem við höfum eins vel og unnt er.

Búðu til plan fyrir vikuna framundan. Spurðu þig: Hverju þarf ég þarf að koma í verk? Hvernig og hvenær ætla ég að gera það? Taktu fram dagbókina eða notaðu skipulagsforrit á netinu eins og Asana og settu upp planið. Þetta mun hjálpa þér að vaxa og ná fram þínum markmiðum. Ekki gleyma að gefa þér tíma til þess að slaka á hverjum degi. Það er svo auðvelt að gleyma sjálfum sér í mikilli vinnu.

 

4. Nýjustu straumar beint í æð

Tækniþróun vex á ógnarhraða og því mikilvægt að vera með puttann á púlsinum þegar eitthvað nýtt og spennandi kemur upp á yfirborðið. Breytingar á því sviði geta haft áhrif á hvernig við högum rekstrinum, því viljum við vera í stöðu þar sem við getum notfært okkur þessar breytingar til hagsbóta. Það gæti verið ný tækni handan við hornið sem auðveldar þér lífið til muna.

Hlutir eins og breytingar á samfélagsmiðlum, snjalltækjum eða forritum geta haft áhrif. Því er alltaf gott að huga að því hvað breytingarnar geta gert til að auðvelda þér lífið.

 

5. Hver er þinn „samskiptavinkill“?

Það rekur enginn fyrirtæki án þess að eiga í samskiptum við annað fólk. Í dag eru samfélagsmiðlar vinsælasta leiðin til að kynna vörur og þjónustu og því gott að hugsa, með hvaða hætti er hægt auka jákvæð samskipti á milli þín og markhópsins? Ein lausn er að skrifa niður svokallaða „samskiptavinkla“. Það eru lykilorð sem lita eðli efnisins sem þú deilir. Sem dæmi: aðili rekur vefverslun sem selur endurskinsfatnað fyrir börn. Markhópurinn eru foreldrarnir sem kaupa fötin fyrir börnin sín. Þau vilja að börnin séu óhætt frá umferðinni í næturmyrkrinu. Hér er því vel við hæfi að merkja „velferð barna í „umferðinni“ sem þinn „samskiptavinkil“.

Mynd:  Lauren Mancke á Unsplash