Góð vefhýsing er mikilvæg. Vefhýsing er vefþjónn þar sem allar skrár vefsins eru vistaðar, því mikið í húfi! Til eru margar gerðir af allskonar slíkum þjónustum en við höfum tekið saman það mikilvægasta sem skal huga við val á vefhýsingu.

 

Hraði

Viðskiptavinir ykkar gera kröfu til þess að vefurinn sé hraður og það gera leitarvélar líka. Til þess að vefurinn þjóni sínu hlutverki best er því mikilvægt að velja lausn sem skilar sér í fljótum svartíma.

 

Öryggi

Án þess að innleiða öruggar tengingar með reglulegum uppfærslum bjóðum við hættunni heim og aukum líkur á að óprúttnir aðilar brjóti sér leið inn á vefinn. Þetta getur haft afar skelfilegar afleiðingar fyrir fyrirtækið þar sem viðkvæmar upplýsingar gætu fallið í rangar hendur. Góð vefhýsing og umsjón með henni kemur í veg fyrir að slíkt gerist.

 

Við Skapendur bjóðum upp á ýmsar lausnir þegar kemur að vefhýsingu. Hafðu samband hér og við finnum lausn sem hentar vefnum þínum.