Á síðustu misserum höfum við öll tekið eftir að nýjir straumar á sviði heilsu og matarræðis eru sífellt að verða vinsælli. Í flóruna hefur bæst við straumur kallar eftir meiri vitundarvakningu í kringum hvernig við notum snjalltækin okkar. Árið 2013 kynnti sálfræðingurinn Jocelyn Brewer hugsjónina um stafræna heilsu (e. digital nutrition) sem snýst um að skilja áhrif notkunar snjalltækja á heilsuna. Við tókum saman ráð sem að hjálpa þér að umgangast snjalltækin þín á ábyrgan hátt.

Reyndu að fyrirbyggja of mikinn skjátíma

Opnaðu stílabók og skrifaðu niður upplýsingar um skjánotkunina næstu þrjá daga. Svaraðu spurningum eins og, hversu mikinn tíma eyði ég fyrir framan skjáinn? Hvað eyði tímanum í? Þetta hjálpar þér að átta þig á þinni eigin skjánotkun og að taka ákvörðun um hvernig þú getur eytt tímanum betur í framtíðinni.

 

Taktu eftir því hvernig þér líður eftir stafræna viðveru

Hvernig líður þér eftir hafa eytt tíma í símanum? Ertu ferskari en áður? Upplýst/ur eftir að hafa fengið allar nýjustu fréttir beint í æð? Full/ur af innblæstri eftir að hafa séð allar þessar myndir af vinum og vandamönnum? Eða finnur þú fyrir kvíðatilfinningu gagnvart þessu fólki? Ertu mögulega að bera þig og þína persónu saman við það? Að rannsaka líðan sinn eftir notkun snjalltækja gefur þér góða mynd um hvar þú stendur og tilgang til að velja þá miðla sem fá þig til að líða vel yfir daginn.

 

Planaðu daginn þinn

Útfrá þessum nýju upplýsingum um sjálfan þig er hægt að búa til plan. Núna veistu hvaða vefsíður eða miðlar koma þér niður í svartholið. Að sjálfsögðu þarf ekki að hætta alfarið á þeim miðlum. Búðu til plan um hversu miklum tíma þú ætlar að eyða þar á hverjum degi. Þetta kemur í veg fyrir að þú festist þar að þér líði illa þegar þú loksins lítur upp úr skjánum.

Þú stjórnar ferðinni

Tæknibyltingin hefur komið af miklum krafti inn í líf okkar allra. Hraðinn virðist bara ætla að aukast. Því er mikilvægt að við sjálf, stjórnum tækjunum. Ekki öfugt. Ekki skjóta þig niður þrátt fyrir að þú teygir þig ósjálfrátt í símann og nappir þig í því að renna með tóman huga niður fréttaveituna. Við lendum öll í því annað slagið.

Við vonum að þið getið tekið þessi ráð til ykkar og hafist handa við að bæta stafræna heilsu.

LÁTTU 

EKKI

SÍMANN 

STJÓRNA 

FERÐINNI