
Dagur netverslanna
Í þessu verkefni sneri 1111.is aftur á Singles Day, Black Friday og Cyber Monday 2020. Í þetta skiptið stærri og flottari en áður. Við Skapendur vorum ábyrgar fyrir stjórnun og hönnun vefsins ásamt hönnun á öllu markaðsefni Vefurinn fékk 124.000 heimsóknir á Singles Day og stóðst álagið með prýði.
Markmið 1111.is er að ryðja brautina fyrir vefverslanir og gefa þeim sameiginlegt svið á tilboðsdögum sem þessum. Við Skapendur erum stoltar af því að spila lykilhlutverk í þessu verkefni og geta með því stutt verulega við Íslenska netverslun.
Verkefni unnið í samtarfi við Brynju Dan & Netgíró.
Hlutverk okkar
- Vefhönnun
- Vefstjórnun
- Hönnun markaðsefnis fyrir frétta og samfélagsmiðla
- Umsjón með efni

