Skapendur hafa undanfarið unnið að hönnun og uppsetningu á vörumerki og vörum frá brugghúsinu Múla Craft Brew. Afraksturinn eru 4 bjórar sem eru nú fáanlegir í verslun ÁTVR. Markmið Múla var að búa til handverksöl sem höfðar til almennings og er það rauði þráðurinn í hönnuninni. Við erum afskaplega stoltar af þessu samstarfi og afraksturinn má sjá hér fyrir neðan.