Bæklinga hönnun: 5 góð ráð
Við höfum tekið saman ráð fyrir góða bæklinga hönnun. Við vonum að þau komi þér að góðum notum þegar þú hefst handa við að hanna þinn eigin bækling.
1. Fáðu allar upplýsingar frá viðskiptavininum
Þegar þú hefur hönnunarferlið verður þú að komast að því fyrir hvað hönnunin á að standa fyrir. Best er að byrja á því að spyrja viðskiptavininn um ástæðuna fyrir því að honum vanti bækling. Því meiri upplýsingar þú hefur um ástæðuna, því betur mun hönnunarferlið ganga. Það er ekkert sem heitir of mikið í þessum efnum. Þegar þú hefur fengið upplýsingarnar er gott að leggja allt niður á borðið og horfa á nákvæmlega hvað þú vilt að komi út úr vinnunni sem er framundan. Þessi bæklingur mun gefa lesandanum ákveðna mynd af fyrirtækinu. Því er mikilvægt að allar upplýsingar séu uppi á borðinu í hönnunarferlinu.
2. Ekki missa þig í letrinu
Þumalputtareglan hér er að notast ekki við fleiri en þrjár leturgerðir. Ein fyrir fyrirsögn, ein fyrir undirfyrirsögn og ein fyrir lestexta. Ef þú ert að hanna fyrir fyrirtæki þá er líklegt að það hafi nú þegar ákveðið hvaða leturgerð skal nota. Sjáðu til þess að þú hafir þær upplýsingar til ráða. Ef þú þarft að velja sjálf/ur, ekki flækja málin. Það er óþarfi að finna upp hjólið. Finndu letur sem er auðvelt fyrir augað og passar vel við persónuleika fyrirtækisins.
3. Hafðu lesandan á bakvið eyrað
Mikilvægt er að hugsa um notendur bæklingsins. Hver mun lesa hann og hvernig get ég séð til þess að þetta fólk lesi frá upphafi til enda. Prófaðu hönnunina. Fáðu fólk til að lesa yfir og gefa þér endurgjöf. Hafðu þetta á bakvið eyrað í gegnum ferlið og það mun hafa jákvæð áhrif á niðurstöðuna.
4. Fagnaðu einfaldleikanum
Það vill gerast í skapandi ferli að hönnuðurinn festist. Oft getur verið erfitt að finna leiðina út úr slíku ástandi. Reyndu að hugsa: hvernig get ég gert hlutina einfaldari. Sem dæmi. Kemur það betur út að nota einungis letur á forsíðunni í staðinn fyrir mynd? Mögulega. Hvað er textinn um? Get ég notað liti til þess að styðja við hann og auka hughrifinn fyrir lesandan? Já, mögulega. Prófaðu þig áfram með einfaldleikan að vopni.
5. Settu nafnið þitt á sköpunarverkið
Þú átt skilið viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Sjáðu til þess að nafnið þitt standi á bæklingnum. Við erum jú, hönnuðir og því fleiri augu sem sjá bæklinginn okkar því líklegra er að við fáum fleiri verkefni.