Íslensk vefverslun er í stórsókn. Á tímum heimsfaraldurs hafa fyrirtæki séð tækifærin í því að færa viðskiptin sín í netið og ná þar til kúnna sem sitja heima fyrir í auknum mæli en áður. En hvað þarf að huga að þegar vefverslun er opnuð? Skapendur hafa tekið saman lista af mikilvægum þáttum til að innleiða til þess að vefverslun beri ávöxt. Það er eitt að vera með frábæra vöru en annað að sjá til þess að viðskiptavinir finni hana á netinu og klári kaupin.
1. Hvaða vörur ætlaru að selja?
Oftar en ekki vill fólk fara þann veg að selja vörur sem eru nú þegar í sölu í öðrum rótgrónum vefverslunum. Það getur verið erfiður leikur þar sem annar aðili er nú þegar að mæta þeirri þörf markaðsins. Við ráðleggjum því að leggja á sig þá rannsóknarvinnu að finna þörf á markaðnum sem er ekki mætt nú þegar. Þannig finnur þú vörurnar sem mætir henni og gerir þér auðveldara með að trekkja að viðskiptavini.
2. Er greiðslusíðan í lagi?
Ein algengasta ástæða þess að sölur fari ekki í gegn eru vandamál tengd greiðslum. Kúnninn sér eitthvað fráhrindandi á greiðslusíðunni og því er mikilvægt að sjá til þess að hún sé í topp standi. Algengar ástæður fyrir þessu eru að greiðslusíðan sé ekki á íslensku, að ekki hægt sé að klára kaup með korti eða að vandamál séu með póstsendingalausnir.
3. Er notendaupplifunin líka góð á símtækjum?
Sífellt fleiri kjósa að nota símtæki til þess að vafra um internetið. Allt að 70% heimsókna koma frá símumog ýtir þessi þróun undir mikilvægi þess að notendaupplifunin sé góð á símtækjum. Það er í raun nauðsynlegt að huga vel að þessu þar sem fleiri notast við síma í dag en tölvu.
4. Hvar ætlar þú að ná til kúnnans?
Samfélagsmiðlar eru afbragðs auglýsinga miðlar fyrir nýjar vefverslanir. Sterk viðvera á þeim ýtir undir umferð og því gott að taka sér góðan tíma til að læra vel inn á þá. Facebook og Instagram eru þar í sérflokki en þar getur þú sett út í kosmósið herferðir með lítilli fyrirhöfn. Einnig ber að hafa í huga stóra daga fyrir vefverslanir eins og Singles Day, Black Friday og Cyber Monday. 1111.is er vettvangur vefverslanna fyrir þessa daga. Við mælum með því að taka þátt í þeim herferðum. Það ber af sér mikinn ávöxt.
5. Er vefurinn nógu hraður?
Þumalputtareglan er að það taki ekki lengur en 5 sekúndur fyrir síðuna þína að hlaðast. Ef svartíminn er lengri, áttu í hættu á að missa notandann af vefnum. Lykillinn hér er að hýsingin sé góð, myndskrár séu ekki of stórar, að vefurinn sé með uppfærðar viðbætur. Hér má sjá greinina okkar um mikilvægi vefhýsingar.
Ef þú tengir við eitthvað hér á þínum vef. Ekki hika við að hafa samband.